ÓJ&K-ÍSAM, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Fiskbollur í tómatsósu, vörumerki ORA.
Ástæða innköllunar:
Mögulega hafa dósir sem innihalda fiskbollur í karrýsósu verið merktar með miðum sem ætlaðir eru fyrir fiskbollur í tómatsósu. Vörurnar innihalda mismunandi ofnæmis- eða óþolsvalda. Fiskbollur í tómatsósu innihalda ofnæmis- eða óþolsvaldana fisk, glúten, mjólk og sellerí en fiskbollur í karrýsósu innihalda fisk, mjólk og sinnep.
Hver er hættan?
Neysla vörunnar getur verið óörugg fyrir neytendur sem hafa ofnæmi- eða óþol fyrir fiski, mjólk og sinnepi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: ORA
Vöruheiti: Fiskbollur í tómatsósu
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 28.06.26
Lotunúmer: L97651
Nettómagn: 850 g
Framleiðandi: ORA, Vesturvör 12, 200 Kópavogi
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
ÓJ&K-ÍSAM, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir Bónuss, Extra og Krónunnar um land allt, Fjarðarkaup, Heimkaup, Kaupfélag Húnvetninga, Verslunin Kassinn, Plúsmarkaðurinn, Pétursbúð, Verslun Einars Ólafssonar, Hlíðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, verslunin Kauptún, verslunin Kassinn, Hraðbúðin N1 Hellissandi og Melabúðin.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda vöru og hafa ofnæmi- eða óþol fyrir fiski, mjólk og sinnepi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri ÓJ&K-ÍSAM í síma 535 4000 eða í gegnum netfangið ojk-isam[hja]ojk-isam.is.