Hækkun á styrk svifryks í dag og á morgun vegna foksands af hálendinu

Heilbrigðiseftirlit

Höfði, loftmynd eða tekin úr hárri byggingu. Horft út á sjá í átt að Esju, blár himinn en mikið mengunarský, líklega vegna sandfoks.

Styrkur svifryks (PM10) hefur mælst hár á loftgæðamælistöðvum í borginni í í dag, 8. nóvember. Klukkan 13:00 var klukkustundargildi svifryks í mælistöð Umhverfisstofnunar (UST) við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn 94,1 míkrógrömm á rúmmetra, í mælistöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) við leikskólann Lund við Klepp var klukkustundargildið 106,0 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöð UST við Grensásveg var klukkustundargildið 81,0 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 

Enn er að berast foksandur af hálendinu eins og fyrir nokkrum dögum síðan samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Gildi svifryks eru há víðar á höfuðborgarsvæðinu í dag og einnig mögulega á morgun og mælist HER til þess að börn og þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum forðist útivist ef þau finna fyrir óþægindum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.