Slökkt verður á umferðarljósum við Bústaðaveg-Háaleitisbraut vegna endurnýjun ljósabúnaðar frá klukkan 21 í kvöld, þriðjudaginn 12. desember. Reiknað er með að vinnan taki í kringum sex klukkustundir.
Ljósin verða óvirk á framkvæmdatíma og vegna þess verða sett upp viðvörunarmerki og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst. Opið verður fyrir vinstribeygjuumferð vegna aksturs neyðarbíla og strætisvagna. Lögreglan hefur verið upplýst um málið.