Sagnahöfundar, ljóðskáld og upplesarar hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins

Skóli og frístund

Frú Vigdís Finnbogadóttir afhendir vinningshafa verðlaun.

Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari Íslenskuverðlauna unga fólksins afhenti verðlaun ársins í Hörpu í dag á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.

Hvatning til framfara í tjáningu og rituðu máli

Þetta er í sextánda sinn sem Íslenskuverðlaunin, sem eru á vegum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, eru veitt í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.

Að þessu sinni fengu 50 nemendur og einn bekkur í 29 grunnskólum verðlaun en alls hafa rúmlega 981 nemendur eða nemendahópar verið tilnefndir til verðlaunanna frá upphafi. Allir grunnskólar í borginni geta tilnefnt nemendur eða nemendahópa, einn á hverju skólastigi. Meðal verðlaunahafa voru ungir, áhugasamir lestrarhestar, framúrskarandi upplesarar, nemendur með annað móðurmál en íslensku sem náð hafa góðum tökum á íslensku á skömmum tíma, vinnuhestar, sagnahöfundar og ljóðskáld.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur oftast verið viðstödd afhendinguna og veitti verðlaunin í ár í Norðurljósasal Hörpu. Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal með undirritun Vigdísar Finnbogadóttur og bókina Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar.

Frú Vigdís Finnbogadóttir og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs ávörpuðu samkomuna og skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar lék fyrir gesti undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar.

Nefnd um verðlaunin er skipuð Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa í skóla- og frístundaráði, sem er formaður, Kristínu Jóhannesdóttur fyrir hönd skólastjóra, Soffíu Vagnsdóttur og Ólöfu K. Sívertsen fyrir hönd grunnskólahluta fagskrifstofu.

Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun að þessu sinni; 

Austurbæjarskóli

Michael Angelo Pari

Sól Björnsdóttir

Dagur Thors

Álftamýrarskóli

Bjartur Haralds

Ártúnsskóli

Bjartmar Lindberg Indriðason

Borgaskóli

Hassan Adebowale Salami

Breiðholtsskóli

Valgerður Hjartardóttir

Styrmir Þór Blöndal

Dalskóli

Aníta Marín Magnúsdóttir

Kjalvör Brák Reynisdóttir

Heiðrún Hjaltadóttir

Engjaskóli

Kría Dögg Haraldsdóttir

Stefanía Ósk Þórhallsdóttir

Fellaskóli

Alicja Paciejewska

Katrín Kristinsdóttir

Katla Dögg Kristinsdóttir

Foldaskóli

Guðlaugur Heiðar Davíðsson

Fossvogsskóli

Karítas Harðardóttir

Hjörtur Þór Skúlason

Hagaskóli

Matthías Pálmason Skowronski

Hamraskóli

Embla Rakel Daníelsdóttir

Xian Carl Gabiana

Háteigsskóli

Lóa Margrét Hauksdóttir

Hlíðaskóli

Bjarni Bergþórsson

Hólabrekkuskóli

Eydís Jónína Sigurðardóttir

Kacper Robert Kaca

Malak Moneer Fathel Alnethary

Húsaskóli

Tómas Ingi Davíðsson

Stefanía Gyða Rafnsdóttir

Klébergsskóli

Karítas Maísól Frantzdóttir

Dagbjört Freyja Gígja

Jómundur Atli Bjarnason

Landakotsskóli

Katrín Embla Júlíudóttir

Katla Sturludóttir Hamar

Sveindís Eir Steinunnardóttir

Laugalækjarskóli

Sindri Björn Baldursson

Ingunn Eyja Skúladóttir

Melaskóli

Lilja Émilie Moschetta

Norðlingaskóli

Ylfa Sigrún N. Wilbinsdóttir

Benedek Oláh

Ragna Björk Snæbjörnsdóttir

Rimaskóli

Tristan Fannar Jónsson

Selásskóli

5. bekkur

Seljaskóli

Ísak Gunnar Jónsson

Steinunn María Matthíasdóttir

Helga Lilja Eyþórsdóttir

Sæmundarskóli

Sigrún Hrafnhildur Bridde

Rósar Magnússon

Óskar Breki Bjarkason

Tjarnarskóli

Ingibjörg Ellý Herbertsdóttir

Víkurskóli

Christian Frosti Guerreiro



Vogaskóli

Embla Hrönn Halldórsdóttir

Ölduselsskóli

Elísabet Ólafsdóttir