Nýr deildarstjóri deiliskipulags

Skipulagsmál

Borghildur Sölvey Sturludóttir

Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt er nýr deildastjóri deiliskipulags hjá embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

Nýr deildastjóri deiliskipulags

Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt er nýr deildastjóri deiliskipulags hjá embætti skipulagsfulltrúa  Reykjavíkur

Áður var hún verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur árin 2014-2019 en síðustu ár hefur hún verið verkefnastjóri hjá umhverfis og skipulagsdeild Árósarborgar í Danmörku.

Borghildur hefur umfangsmikla þekkingu af skipulagsmálum, en auk 7 ára reynslu hjá embætti skipulagsfulltrú í Reykjavík og Árósum, hefur hún einnig setið sem kjörinn fulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ og verið varaformaður skipulags og byggingarráðs þar auk þess setið í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Dæmi um verkefni sem hún starfaði að hjá Reykjavíkurborg voru deiliskipulag við Vesturbugt, Kirkjusand, RÚV- Efstaleiti,  Héðinsreitur og í Úlfarsárdal. Þá hefur Borghildur unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum á landinu m.a. deiliskipulag fyrir Látrabjarg, setið í stjórnum eins og Arkitektafélagi Íslands, HönnunarMars, Hönnunarmiðstöð og komið að útgáfu riti vegna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi, og jafnframt unnið með og á arkitektastofum að fjölda verkefna á breiðum skala.

Borghildur verður góður liðsauki fyrir skrifstofu skipulagsfulltrúa, þar sem hún mun hafa umsjón með þróun deiliskipulagsáætlana borgarinnar.