Ljóðskáld, lestrarhestar og upplesarar fá Íslenskuverðlaun unga fólksins

Stoltur verðlaunahafi

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í Hörpu í dag. Afhending verðlaunanna er venjulega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember en fór að þessu sinni fram á Alþjóða­degi móður­málsins þar sem fresta þurfti henni vegna heimsfaraldurs.

67 nemendur tóku við verðlaunum

Þetta er í fimmtánda sinn sem Íslenskuverðlaunin eru afhent en þau eru á vegum skóla- og frístundráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.

Að þessu sinni fengu 67 nemendur í 34 grunnskólum verðlaun en alls hafa rúmlega 930 nemendur eða nemendahópar verið tilnefndir til verðlaunanna frá upphafi. Allir grunnskólar í borginni geta tilnefnt nemendur eða nemendahópa, einn á hverju skólastigi. Meðal verðlaunahafa voru ungir, áhugasamir lestrarhestar, framúrskarandi upplesarar, nemendur með annað móðurmál en íslensku sem náð hafa góðum tökum á íslensku á skömmum tíma, sagnahöfundar og ljóðskáld.

Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, og hefur hún oftast verið viðstödd afhendinguna. Verðlaunin að þessu sinni voru viðurkenningarskjal með undirritun Vigdísar Finnbogadóttur og bókin Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar. Verðlaunahafar fengu einnig að gjöf bókamerki frá Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði samkomuna og skólahljómsveit Austurbæjar lék fyrir gesti undir stjórn Snorra Heimissonar. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, afhenti verðlaunin.

Nefnd um verðlaunin er skipuð Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa í skóla- og frístundaráði sem er formaður, Kristínu Jóhannesdóttur fyrir hönd skólastjóra, Láru Guðrúnu Agnarsdóttur fyrir hönd kennara, Ólöfu K. Sívertsen fyrir hönd grunnskólahluta fagskrifstofu og Kristínu Viðarsdóttur fyrir hönd Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.

Eftirtaldir nemendur hlutu íslenskuverðlaun að þessu sinni; 

Austurbæjarskóli

Nína María E. Valgarðsdóttir

Iðunn Hlynsdóttir

Elina Rita Wirth

Álftamýrarskóli

Hinrik Úlfarsson

Árbæjarskóli

Kristín Þ. Matthíasdóttir Haarde

Hilmar Birgir Lárusson

Karen Arna Einarsdóttir

Ártúnsskóli

Sóldís Perla Marteinsdóttir

Borgaskóli

Sigurður Guðni Snæland

Breiðagerðisskóli

Tobias Auffenberg

Breiðholtsskóli

Jeramias Borjas Tablante

Baldur Þór Björnsson

Dalskóli

Blanka Wiktoria Szulborska

Engjaskóli

Nökkvi Þór Svansson

Fellaskóli

Austéja Rekeltaité

Jeremiah Páll Mascardo Patambag

Kim Ngan Nguyen

Foldaskóli

Inga Júlíana Jónsdóttir

Karol Stanislaw Baczyk

Fossvogsskóli

Ásta Margrét M. Árnadóttir

Hilmir Pálsson

Hagaskóli

Jökull Jónsson

Hamraskóli

Árbjört Vetrarrós Jónsdóttir

Áróra Mjöll Jónsdóttir

Háteigsskóli

Anna Valgerður Káradóttir

Hildur Guðlaug Helgadóttir

Hlíðaskóli

Gabriela Björk Piech

Milena Lilja Piech

Hólabrekkuskóli

Gísli Alexander Ágústsson 

Anas Shati Nourdin Abdelaziz 

Nejla Vajzovic 

Húsaskóli

Anna Kristín Hrafnkelsdóttir

Alisa Tertyshna

Ingunnarskóli

Sandra Ýr Þorkelsdóttir

Klébergsskóli

Elmar Darri Ríkharðsson

Matthildur Sóley Eggertsdóttir

Telma Sigurðardóttir

Landakotsskóli

Ágúst Minelga Ágústsson

Anya Sara Ratanpal

Ragnheiður Hafstein



Langholtsskóli

Erla Sigríður Ólafsdóttir

Laugalækjarskóli

Embla María Jóhannesdóttir

Savo Guðmundur Rakanovic

Laugarnesskóli

Urður Ása Jónsdóttir

Melaskóli

Helena Árnadóttir

Kenzo Eghosa Awaanisha

Norðlingaskóli

Gunnar Jónsson

Júlía Huld Birkisdóttir

Eva Arnarsdóttir

Rimaskóli

Þórdís María Arnarsdóttir

Pétur Zimsen

Bjartþór Ragnar Sigurbjörnsson

Selásskóli

Þuríður Inga Olgeirsdóttir

Hanna Otte

Seljaskóli

Birna Rún Fenger

Alma Fenger

Hlín Halldórsdóttir

Sæmundarskóli

Ingunn María Brynjarsdóttir

Guðný Björk Ívarsdóttir

Þórdís María Guðmundsdóttir

Tjarnarskóli

Valgerður Ólafsdóttir

Víkurskóli

Jón Arnar Pétursson

Vogaskóli

Heiða Björk Halldórsdóttir

Yousif Mohammed Saleh

Ölduselsskóli

Lukas Danupas

​​​​​​​Natalía Eir Curtis

Rúnar Ingi Brynjarsson