Innköllun á fisk í mangó karrýsósu frá Fiskverzlun Hafliða
Icelandic Food Company ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Fisk í mangó karrýsósu frá Fiskverzlun Hafliða.
Ástæða innköllunar:
Varan inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn sellerí sem er ekki tilgreindur í merkingum vörunnar. Varan getur einnig innihaldið egg, glúten og sinnep í snefilmagni.
Hver er hættan?
Neytendum með ofnæmi eða óþol fyrir sellerí, eggjum, glúteni og sinnepi getur stafað hætta af neyslu vörunnar.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Fiskverzlun Hafliða
Vöruheiti: Fiskur í mangó karrýsósu
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar
Strikamerki: 2394013007148
Geymsluskilyrði: Kælivara
Framleiðandi: Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir Krónunnar um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi, eggjum, glúteni og sinnepi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt. Tekið skal fram að neytendum sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi, eggjum, glúteni og sinnepi er óhætt að neyta vörunnar.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir Þórður Bjarnason framkvæmdastjóri í síma 664 2637 eða í gegnum netfangið thordur[hja]icelandfood.is.