Borgarhátíðir Reykjavíkur - opið fyrir umsóknir

Ferðamál Íþróttir og útivist

Hátíð í borg

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum frá forsvarsfólki hátíða sem vilja verða Borgarhátíðir Reykjavíkur.

Um er að ræða samstarfssamning sem ein af Borgarhátíðum Reykjavíkur. Þær hátíðir sem valdar eru úr umsóknum fá fjárframlag og þriggja ára samstarfssamning. Opið  er fyrir umsóknir á Mínum síðum Reykjavíkurborgar og er umsóknarfrestur til og með 11. apríl nk.

Markmið Borgarhátíðasjóðs er að styðja samfellu, framþróun og rekstrarlegan grundvöll hátíða í Reykjavík sem þegar hafa sannað ótvírætt gildi sitt hvað varðar þýðingu fyrir menningarlífið í borginni, alþjóðleg tengsl, jákvæð áhrif á ferðamennsku og ímynd Reykjavíkur auk efnahagslegs umfangs. Borgarhátíðir Reykjavíkur 2020–2022 eru RIFF, Iceland Airwaves, Reykjavík Dance Festival, Hinsegin dagar, Hönnunarmars og Myrkir músíkdagar.

Hátíðir sem uppfylla eftirtalin skilyrði eiga möguleika á að verða valdar borgarhátíðir Reykjavíkur: 

a) vera til eflingar menningar og mannlífs í Reykjavík  

b) vera opin almenningi, aðgengileg og sýnileg  

c) hafa verið haldin að lágmarki þrisvar sinnum  

d) vera haldin árlega  

e) vera með alþjóðlega tengingu  

f) standa yfir í þrjá daga eða lengur  

g) vera með faglega stjórn  

h) viðhafa góða stjórnarhætti og rekstrarlegt gegnsæi  

i) fullnægja kröfum um fagmennsku og gæði  

j) styðja við menningarstarf í hverfum borgarinnar  

k) stuðla að atvinnusköpun  

Jafnframt er litið til atriða eins og nýsköpunar, barnamenningar, aðsóknar, stöðugleika, þróunarmöguleika, tímasetningar innan ársins, möguleika hátíðanna á eigin tekjuöflun, umhverfismála, samstarfs við borgarstofnanir og þess að þær endurspegli fjölbreytileika samfélagsins bæði varðandi gesti og þátttakendur. 

Nánari upplýsingar veitir María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála á Menningar- og ferðamálasviði – maria.rut.reynisdottir@reykjavik.is.

Umsækjendum er bent á að kynna sér Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021 - 2030.