Appelsínugul viðvörun

appelsínugul viðvörun

Afleit veðurspá er í gildi og hefur Veðurstofa Íslands uppfært viðvaranir fyrir allt landið upp í appelsínugult. Þetta gildir einnig um höfuðborgarsvæðið og hafa veðurfræðingar sagt mögulegt að þar verði viðvörun rauð.

Miklar líkur eru á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Þá er verktökum bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Færð gæti spillst í hverfum og gæti orðið erfitt að komast til vinnu og skóla í fyrramálið, mánudag. Er fólk því beðið að fara varlega, sérstaklega ef færð fer að þyngjast á mánudagsmorgun. Allar nánari upplýsingar má finna á vedur.is og hér má sjá upplýsingar um höfuðborgarsvæðið.