Útilistaverk stoppistöð Borgarlínu

Samgöngur Menning og listir

""

Á fundi borgarráðs í gær, fimmtudaginn 14. október, var samþykkt að fara í umræður við Listasafn Íslands, sem hefur áhuga á samstarfi við Reykjavíkurborg, Vegargerðina og Betri samgöngur um að setja upp útilistaverk við Fríkirkjuveg þar sem ný stoppistöð Borgarlínu verður staðsett.

Safnið leggur til að nýtt listaverk gæti orðið stór hluti af heildarútliti stoppustöðvar Borgarlínu á Fríkirkjuvegi og jafnvel að verkið væri stoppistöðin sjálf.

Breyta þarf Fríkirkjuvegi þegar Borgarlínu verður komið fyrir þar og gott að huga að staðsetningu útlistaverks áður en farið er í breytingar. Verkið gæti skapað nýtt kennileiti í Reykjavík og dregið athygli íbúa og gesta að verkina og Listasafni Íslands sem er í hjarta miðborgarinnar.

Innkaupanefnd safnsin myndi hafa umsjón með kaupum á umræddu útilistaverki og yrði útlilistaverk í almannarými spennandi viðbót við safnaeign safnsins.