Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2021

Menning og listir Mannlíf

""

Alls voru veittir 94 styrkir til menningarmála fyrir 67 milljónir við úthlutun styrkja menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Alls bárust 201 umsókn til meðferðar þar sem sótt var um fyrir samtals 295 milljónir króna.

Faghópur skipaður fulltrúum frá Bandalagi íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöð Íslands var falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista. Heildarfjárhæð úthlutað til almennra styrkja nam 44.700.000 kr. Fjárhæð fyrir samstarfssamninga nam 22.300.000 kr. Þar af var 2.000.000 kr. ráðstafað til Listhóps borgarinnar árið 2021.

Nefndin leitaðist við að velja metnaðarfyllstu verkefnin úr fjölbreyttu úrvali umsókna. Haft var að leiðarljósi að fjármunum yrði vel varið í þágu lista og menningar í borginni, að styrkja metnaðarfullt starf ásamt því að glæða borg og menningu lífi. Þá var einnig litið til þess að stuðningur myndi gagnast mörgum á breiðum vettvangi.

Sex þriggja ára samstarfssamningar eru gerðir við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík, Jazzhátíð Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Caput tónlistarhópinn, Kammersveit Reykjavíkur og Harbinger sýningarrými. Þá eru gerðir fjórir tveggja ára samningar við ASSITEJ, Múlann, List án landamæra og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík.

Menningar-, íþrótta og tómstundaráð samþykkti tillögu faghóps um að hópur að baki UNGA og EGGS – Alþjóðlegrar sviðslistahátíðar ASSITEJ fyrir unga áhorfendur, yrði útnefndur Listhópur Reykjavíkurborgar 2021. Hátíðin UNGI er tvíæringur en milliárið EGGIÐ, býður uppá röð viðburða fyrir fagfólk í sviðslistum hérlendis. Á UNGA 2021 verður boðið upp á 8 ný íslensk sviðsverk í sýningarrýmum borgarinnar, 2 erlenda leikhópa, auk þess sem hátíðin mun bjóða upp á vinnustofur  og sýningar fyrir skóla.

Hér er eingöngu verið að segja frá verkefnastyrkjum en aðkoma Reykjavíkurborgar að listum og menningu í borginni er að sjálfsögðu mun víðtækari og kemur við flesta ef ekki alla anga listalífs borgarbúa.

Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar, Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur, fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum, Bíó Paradís, Hönnunarmiðstöð, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Dansverkstæðið, Félagið íslensk grafík, Samband íslenskra myndlistarmanna og fleiri sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja frá Reykjavíkurborg.

Listamenn þakka fyrir veitingu styrkjanna.

Styrki hlutu:

Samstarfssamningar til 3 ára:

4 m.kr.                Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík

3,5 m.kr.             Jazzhátíð Reykjavíkur

3 m.kr.               Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu

2 m.kr.               CAPUT

2 m.kr.               Kammersveit Reykjavíkur

1 m.kr.               Harbinger sýningarrými

Samstarfssamningar til 2 ára:

2 m.kr.               UNGI og EGGIÐ - Alþjóðleg sviðslistahátíð ASSITEJ

1,8 m.kr.            Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu

1,5 m.kr.            List án landamæra - listahátíð fatlaðra

1,5 m.kr.            Myndhöggvarafélagið í Reykjavík



Styrkir til verkefna árið 2021:

4 m.kr.               Stockfish kvikmyndahátíð 2021

1,8 m.kr.            Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík

1,5 m.kr.            Listvinafélag Hallgrímskirkju

1,3 m.kr.            Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. – Design Talks 2021

1 m.kr.               Kammerhópurinn Nordic Affect

1 m.kr.               Hreyfimyndahátíð, kvikmyndahátíð fyrir stuttmyndir, ljóðmyndir ofl.

1 m.kr.               Utan Lands – Gallery Port

1 m.kr.               Reykjavík Ensemble International Theatre Company

1 m.kr.                Menningarfélagið Hneykslist – RVK Fringe

800.000 kr.        Gjörningaklúbburinn – Kántrýsinfónía

750.000 kr.        Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2021

750.000 kr.        Ramskram ljósmyndagallerí – sýningarrými

700.000 kr.        Pálína frá Grund ehf – Gestaboð Babette

700.000 kr.        Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2021

500.000 kr.        Aulos félagasamtök - WindWorks / VindVerk tónlistarhátið

500.000 kr.        Íslensk grafík – Rafræn grafík og miðlun

500.000 kr.        Undur og stórmerki slf. – Dagur í lífi

500.000 kr.        Leirlistafélag Íslands 40 ára árið 2021

500.000 kr.        Andrea Elín Vilhjálmsdóttir - Plöntutíð  

500.000 kr.        Upptakturinn 2021 - tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

500.000 kr.        SÍM - Alþjóðlegur dagur myndlistar 2021

500.000 kr.        EP, félagasamtök – Haukur og Lilja

500.000 kr.        Sólfinna ehf – Freyjufest

500.000 kr.        Júlíanna Ósk Hafberg – Harmónía

500.000 kr.        Antonia Bergthorsdottir – FLÆÐI

500.000 kr.        ÓNÆM, félagasamtök – IMMUNE/ÓNÆM

500.000 kr.        Kór Langholtskirkju – Jóhannesarpassían eftir J.S. Bach

500.000 kr.        Shakespeare og Leikhúslistakonur 50+

500.000 kr.        Ævar Þór Benediktsson – Forspil að framtíð

500.000 kr.        Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. – Studio 2020

500.000 kr.        Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr – Norrænt í alþjóðlegu samhengi

500.000 kr.        Sumartónleikar Kammersveitarinnar Elju

500.000 kr.        Lúðrasveit verkalýðsins

500.000 kr.        Source Material - I Should Have a Party for All The Thoughts I Didn't Say

500.000 kr.        Kvennakórinn Vox Feminae – Tónleikar og hljóðritun kvennakóraverka

500.000 kr.        Helgi Rafn Ingvarsson – Þögnin

500.000 kr.        Raflistafélag Íslands – Raflost 2021

500.000 kr.        ErkiTíð 2021

500.000 kr.        Rósa Ómarsdóttir – Ólgur

500.000 kr.        Sviðslistahópurinn 16 elskendur – Getur einhver hjálpað mér?

500.000 kr.        Sandra Sano Erlingsdóttir – Dans Afríka Barakan Festival Iceland

500.000 kr.        Spindrift Theatre – ÞEIR

500.000 kr.        Lúðrasveit Reykjavíkur

500.000 kr.        Lúðrasveitin Svanur

400.000 kr.        Pamela De S. Kristbjargardóttir – Börnin tækla tónskáldin 2021

400.000 kr.        Félag íslenskra landslagsarkitekta - Arkitektúr og lýðheilsa

400.000 kr.        Listafélagið Klúbburinn

400.000 kr.        29. starfsár Camerarctica 2021

400.000 kr.        Dansgarðurinn – Mjóddamamma - skapandi vinnustofur

400.000 kr.        Wioleta Anna Ujazdowska – little book of cooking stories

400.000 kr.        Leikfélagið Annað svið – ÞAÐ SEM ER - eftir Peter Asmussen

400.000 kr.        Sunna Dís Másdóttir – Orðskjálfti

400.000 kr.        Auður Gunnarsdóttir – Ljóðið lifi! - Ljóðahátíð í Hannesarholti  

300.000 kr.        Sigurður Atli Sigurðsson – Vinnustofa Prents & vina

300.000 kr.        Arnar Már Jónsson – AMJ - Opin vinnustofa

300.000 kr.        Ísak Ríkharðsson – Ballett á tunglinu

300.000 kr.        Aude Maina Anne Busson – Manndýr fyrir fötluð börn

300.000 kr.        Andrea Elín Vilhjálmsdóttir – Slysó

300.000 kr.        Íris Stefanía Skúladóttir – Þetta skiptir sköpum

300.000 kr.        Guðlaug Mía Eyþórsdóttir – Blái vasinn

300.000 kr.        Sólveig Guðmundsdóttir – Eikartréð

300.000 kr.        Leikfélagið Hugleikur – Hverfisleikhús við Langholtsveg

300.000 kr.        Erla Rut Mathiesen – Óður til Dansgólfs – Portrett

300.000 kr.        Barnamenningarfélagið Skýjaborg – Vera og vatnið - ný upptaka

300.000 kr.        Pétur Eggertsson – GEIGEN - sjónræn hljómplata

300.000 kr.        Brassband Reykjavíkur

300.000 kr.        Olga Soffía Bergmann – Gallerí Undirgöng

300.000 kr.        Akarn ehf. – SPLÆS

300.000 kr.        Hallveig Rúnarsdóttir – Síminn eftir Gian Carlo Menotti

300.000 kr.        Laufey Sigrún Haraldsdóttir – Töfrandi heimur flyglanna

300.000 kr.        Áhugafélagið Díó – Saga biðraða á Íslandi

300.000 kr.        Félag íslenskra tónlistarmanna – Klassík í Vatnsmýrinni

300.000 kr.        Textílfélagið – Textill  í núinu!

300.000 kr.        Íslenska Myndasögusamfélagið – Almenn starfsemi

300.000 kr.        Dudo ehf. - (Virtual) Iceland Writers Retreat

300.000 kr.        Þórey Mjallhvít H Ómarsdóttir – Frenjan

300.000 kr.        Passport Miðlun ehf. – Korter yfir sjö

300.000 kr.        Halaleikhópurinn – Endurnýjun aðstöðu til leiksýninga

300.000 kr.        Helgi Jónsson – Glatkistan – tónlistarvefur

200.000 kr.        Jóhann Ludwig Torfason – Hjarta Reykjavíkur

200.000 kr.        Kolfinna Nikulásdóttir – Fjórar kynslóðir

200.000 kr.        Egle Sipaviciute – Ungleikur 2021

200.000 kr.        Jónas Hauksson – Doomcember

200.000 kr.        Gunnar Kvaran – Töframáttur tónlistar