Unnur stýrir Rauðaborg

Skóli og frístund

Sandkassi og leiktæki á lóð Rauðuborgar.

Unnur Hermannsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Rauðaborg í Árbæjarhverfi. 

Unnur hefur áratuga reynslu af störfum í leikskóla, lengst af sem aðstoðarleikskólastjóri í Rauðaborg eða allt frá árinu 2001. Áður hafði hún starfað vi skólann em deildarstjóri og sérkennslustjóri. Frá því byrjun þessa árs hefur hún sinnt starfi leikskólastjóra í Rauðaborg í afleysingum.

Þrjár umsóknir bárust um stöðu leikskólastjóra í Rauðaborg en umsóknarfrestur rann út 4. október. 

Unni er óskað velfarnaðar í nýju starfi.