Umsókn Vöku um starfsleyfi synjað

Heilbrigðiseftirlit

""

Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs/heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 22. september var lagt fyrir bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur) þar sem lagt var til að heilbrigðisnefnd synji starfsleyfi fyrir Vöku hf. vegna starfsemi móttökustöðvar fyrir úrgang (móttaka á bílum til úrvinnslu). Afgreiðsla nefndarinnar var eftirfarandi:

 

Tillaga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að synja umsókn um starfsleyfi fyrir móttökustöð Vöku Héðinsgötu 2 samþykkt með 7 atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins greiðir atkvæði gegn tillögunni.

 

Meðfylgjandi er greinargerð Heilbrigðiseftirlitsins um málsmeðferðina.