Umfangsmiklar endurbætur á skólalóðum í sumar

Skóli og frístund

""

Í sumar verða fimm skólalóðir við grunnskóla og leikskóla borgarinnar endurgerðar.

Auk endurgerðar á skólalóðum, sem jafnan eru gerðar í áföngum, verður gert átak til að endurbæta níu leikskólalóðir og fjórar grunnskóðalóðir, s.s. með nýjum leiktækjum og fallvarnarefnum.

Þær leikskólalóðir sem endurgerðar verða eru við leikskólana:

  • Hálsaskóg (Borg)
  • Klambra (1. áfangi)
  • Mánagarð
  • Vesturborg (1. áfangi)

Þá verða endurbætur gerðar á leiksvæðum við Dalskóla, í Fífuborg, Klettaborg, Langholti (Sunnuborg) Laugasól (Lækjarborg), Lyngheimum, Nesi-Hömrum og Sunnufold (Frosta og Loga).

Haldið verður áfram við endurgerð skólalóðar við Breiðholtsskóla og átak verður gert við endurgerð leiksvæða við Engjaskóla, Melaskóla, Selásskóla og Víkurskóla.

Framkvæmdir hefjast nú í júní og eru verklok áætluð í september.

Áætlaður heildarkostnaður vegna endurgerðar og átaksverkefna á leikskólalóðum er 300 milljónir kr. og 200 milljónir kr. við endurgerð og endurbætur á skólalóðum grunnskóla.