Þrjár umsóknir bárust um stöðu leikskólastjóra við nýjan leikskóla í Bríetartúni sem ráðgert er að taki til starfa í haust. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Umsækjendur eru:
- Anna Ben Blöndal
- Ragna Kristín Gunnarsdóttir.
Leikskólinn í Bríetartúni 11 verður fyrsti leikskóli borgarinnar sem alfarið er ætlaður ungum börnum og er gert ráð fyrir að 60 börn muni dvelja þar.