Þitt álit á snjöllum ferðalausnum

Samgöngur Stjórnsýsla

""

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa biðlar til fólks að taka þátt í spurningakönnun sem er hluti að rannsókn „Snjöll og jöfn“ til þess að rannsaka þarfir og upplifun borgarbúa á snjalllausnum í ferðamáta í borginni en flestir þekkja hlaupa- og rafmagnshjólin.

Niðurstöður spurningakönnunarinnar, sem styrkt er að nýsköpunarsjóði, er ætlað að veita innsýn inn í nýtingu á rafhlaupahjólum og hvernig megi fjölga þeim sem nota snjalla ferðamáta. Markmiðið er að tryggja að snjallir ferðamátar framtíðarinnar þjóni öllum, en ekki eingöngu einsleitum hópi.

Snjalllausnir í ferðamáta eru kannaðar, út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum og þar með settir í samhengi við fjölbreyttar þarfir fólks í þeirra daglegu ferðum, t.d. til og frá vinnu. Erlend dæmi um sambærileg verkefni og rannsóknir á þessu sviði verða skoðuð og niðurstöður spurningakönnunar kortlögð og greind.

Könnunin á íslensku, ensku og pólsku