Streymisfundur um tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040

Skipulagsmál

""

Opinn streymisfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. ágúst kl. 17-18:30. Á fundinum verður kynnt tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040, sem nú er í auglýsingu með athugasemdafresti til 31. ágúst.

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 15. júní 2021 að auglýsa tillöguna, en hún er uppfærð og endurbætt útgáfa þess aðalskipulags sem staðfest var fyrir rúmum sjö árum. Tillagan byggir í öllum meginatriðum á sýn og stefnumörkun AR2010-2030, sem samþykkt var í febrúar árið 2014.

Megintilgangur breytinganna er að tvinna betur saman áætlanir aðalskipulagsins um þróun byggðar við  uppbyggingu Borgarlínu og aðgerðir Loftslagsstefnu. Ætlunin er að skapa forsendur fyrir kröftugri vöxt borgarinnar jafnhliða því að styðja við markmið um sjálfbæra borgarþróun, kolefnishlutleysi árið 2040, vernd náttúrusvæða og líffræðilega fjölbreytni  og samkeppnishæft, lífvænlegt, réttlátt og fjölbreytt borgarsamfélag.

Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum er aðgengileg á adalskipulag.is. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en  31. ágúst 2021.

Dagskrá fundar:

Frummælendur á fundinum verða:

  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
  • Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags. 
  • Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsmála.
  • Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs.
  • Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs stýrir fundinum.

Kjörið er að senda inn spurningar fyrir fram á netfangið skipulag@reykjavik.is eða í streymi á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar á meðan fundi stendur.

Uppfærð og endurbætt útgáfa Aðalskipulags Reykjavíkur 2030

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, (AR2040, tillaga) er uppfærð og endurbætt útgáfa þess aðalskipulags (AR2030) sem staðfest var fyrir rúmum sjö árum. Sjá einnig stutt yfirlit breytinga hér.  AR2040 byggir þannig á sýn og stefnumörkun AR2030, sem samþykkt var í febrúar árið 2014 að undangengnu löngu og ítarlegu samráðsog kynningarferli. Breytingar miða þannig allar að því að tryggja betur framfylgd núgildandi megin markmiða aðalskipulagsins um sjálfbæra borgarþróun. 

Tenglar

Allt um streymisfundinn á síðunni reykjavik.is/reykjavik2040

Facebookviðburður fundarins