Skólastjóraskipti í Fossvogsskóla

Skóli og frístund

Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri Fossvogsskóla hefur látið af störfum að eigin ósk. Við hennar starfi tekur tímabundið Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir.

Hafdís lauk kennaranámi árið 2001, meistaranámi í kennslufræði árið 2013 og diplómanámi í stjórnun menntastofnana árið 2020 frá Háskóla Íslands. Þá stundaði hún doktorsnám frá 2014-2018, einnig við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði tengsl milli lestraráhugahvatar og lesskilnings.

Hafdís kenndi við Laugarnesskóla á árunum 2006-2014, vann sem sérfræðingur á sviði læsis hjá Menntamálastofnun frá 2017-2019 og sem sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti á árunum 2019 og 2020. Undanfarið ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri menntunar fyrir alla á grunnskólaskrifstofu skóla- og frístundasviðs.

Ingibjörgu Ýri eru þökkuð mikilvæg störf í þágu skólasamfélagsins í Fossvogsskóla og Hafdís boðin velkomin til starfa.