Skólahald í Hlíðaskóla fellur niður

Skóli og frístund

Í dag og á morgun er ekkert skólahald í Hlíðaskóla vegna Covid-smita meðal nemenda og kennara. 

Í liðinni viku var nokkuð um staðfest covid-smit í Hlíðaskóla og því var sú ákvörðun tekin í samráði við sóttvarnaryfirvöld að fella niður kennslu í dag, mándag 6. desember, og á morgun þann 7. desember. Með því er vonast til að hefta megi frekari útbreiðslu smita.  

Allir nemendur þurfa að fara í Covid hraðpróf áður en þeir mæta aftur í skólann á miðvikudag og þau börn sem hafa verið í sóttkví þurfa að fara í PCR-próf.