Skapandi skrif á ensku | English creative writing workshop

Skóli og frístund Menning og listir

""

Hægt er að taka þátt í ritsmiðju um Skapandi skrif á ensku | English creative writing workshop  í Borgarbókasafnomi í Spönginni í Grafarvogi alla þriðjudaga í ágúst  frá fjögur til sex.

Í ritsmiðjunni verður lögð áhersla á hvernig við sjáum og upplifum hversdagslífið. Skoðaðar verða aðferðir og tækni sem nota má til að búa til sögu. Lagt verður upp með að þátttakendur finni byrjunarreit og undirstöðu fyrir hvaða hugmynd, senu eða samtal viðkomandi dettur í hug. athugið að ritsmiðjan fer fram á ensku.

Áslaug Hrefna Thorlacius leiðbeinir ritsmiðjunni, en hún fæddist í Princeton, New Jersey í Bandaríkjunum. Áslaug stundar nú enskunám við Háskóla Ísland og hefur síðustu ár lagt stund á ritsmíðar, og þá einkum smásögur og aðdáendaspuna (fan fiction).

Námskeiðið hentar þeim sem eru sextán ára og eldri. Engar kröfur eru gerðar um fyrri reynslu við ritlist. 

Smiðjan stendur yfir í fimm vikur er einu sinni í viku:

Þriðjudaginn 3. ágúst, frá 16:00 – 18:00

Þriðjudaginn 10. ágúst, frá 16:00 – 18:00

Þriðjudaginn 17. ágúst, frá 16:00 – 18:00

Þriðjudaginn 24. ágúst, frá 16:00 – 18:00

Þriðjudaginn 31. ágúst, frá 16:00 – 18:00

Information in English

Smiðjan er ókeypis en það þarf að skrá þátttökuNánari upplýsingar veitir Áslaug Hrefna Thorlacius, bókavörður í netfanginu aslaug.hrefna.thorlacius@reykjavik.is eða í síma Sími: 411 6230