Hægt er að sækja um stofnframlög til kaupa eða byggingar á leiguíbúðum til 22. febrúar nk.
Borginni er heimilt að veita stofnframlög til kaupa eða byggingar á leiguíbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum.
Markmið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga í Reykjavík sem eru undir tekju- og eignarmörkum sem ákvörðuð eru i lögum um almennar íbúðir. Með veitingu stofnframlaga til íbúðauppbyggingar eykur borgin aðgengi fólks að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og stuðlar að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Veitingu stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í Reykjavík á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.
Nánar um stofnframlög