Tillögur og skýrsla stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs hefur verið send til umsagnar helstu hagsmunaaðila og er jafnframt í opnu umsagnarferli.
Óskað hefur verið eftir umsögnum foreldraráða og foreldrafélaga leikskóla, Félags stjórnenda leikskóla, Félags leikskólakennara, Sameykis, Eflingar, Samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík og Menntavísindasviðs HÍ. Jafnframt eru tillögurnar í opnu umsagnarferli.
Skýrslan og tillögurnar voru kynntar í skóla- og frístundaráði 25. maí en þær miða að því að bæta starfsumhverfi leikskólanna, draga úr álagi og börn og starfsfólk, stytta vinnuvikuna og tryggja gæði leikskólastarfs með þarfir barna í huga. Sjá skýrslu og tillögur stýrihópsins sem skipaður var borgarfulltrúum sem störfuðu með leikskólakennurum, leikskólastjórum og sérfræðingum að þessu verkefni.
Opið er fyrir umsagnir til miðvikudagsins 9. júní og sendist á netfangið sfs@reykjavik.is