Í fimmta skiptið hefst nýtt ár í Reykjavík á upplestri ljóða. Frá fyrstu ljósaskiptum að morgni til annarra ljósaskipta nýs árs, milli klukkan tíu og fimm á nýársdag, lesa skáld upp á vegum Bókmenntaborgarinnar í Gröndalshúsi.
Þessi skáld koma fram og ef til vill eiga fleiri eftir að bætast í hópinn: Anne Carson, Ásta Fanney, Bragi Valdimar Skúlason, Bergsveinn Birgisson, Brynja Hjálmsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Eva Rún Snorradóttir, Gerður Kristný, Guðrún Hannesdóttir, Hanna Óladóttir, Haukur Ingvarsson, Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Jón Kalman Stefánsson, Kári Túliníus, Meg Matich, Natasha Stolyarova, Nína Hjördís Þorkelsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Soffía Bjarnadóttir, Tómas Ævar Ólafsson, Þórarinn Eldjárn, Þórdís Helgadóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.
Líkt og í fyrra sitja gestir heima vegna heimsfaraldurs og nýársljóðalestrinum verður streymt á Facebook-síðu Bókmenntaborgar og á vefnum ruv.is.
Húsrúm er því endalaust og fólk getur lagt við hlustir og horft á streymi hvar og hvenær sem er á þessum fyrsta degi nýs árs.