Nýir leikskólastjórar í Heiðarborg og Hlíð

Skóli og frístund

Jóhanna Benný Hannesdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Heiðarborg og Anna Metta Norðdahl tekur við stjórnartaumum í leikskólanum Hlíð.

Jóhanna Benný útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands árið 1991. Hún starfaði sem deildarstjóri í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu fyrstu árin eftir útskrift, flutti síðan til Akureyrar þar sem hún starfaði sem deildarstjóir, aðstoðarleikskólastjóri og síðar leikskólastjóri til ársins 2017. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem aðstoðarleikskólastjóri í Heiðarborg.

Anna Metta lauk BS prófi í ferðamálafræði 2008, B.Ed í leikskólakennarafræðum 2011 og M.Ed í stjórnun menntastofnana árið 2021. Hún hefur starfað sem deildarstjóri og sérkennslustjóri í leikskólum Reykjavíkur frá árinu 2009, lengst af í leikskólanum Hlíð.

Jóhönnu og Önnu Mettu er óskað velfarnaðar í nýju starfi.