Gatnagerð og lagnavinna hefur staðið yfir við Litluhlíð í Hlíðahverfinu. Unnið er að undirgöngum og stígum undir Litluhlíð og götunni verður breytt til hins betra. Áætlað var að framkvæmdum lyki í nóvember en svo verður ekki vegna tafa, þó verður opnað fyrir umferð 10. des.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð bíla og gangandi/hjólandi í Litluhlíð 10. desember, einnig er gert ráð aðgengi fyrir gangandi/hjólandi að stoppistöðvum strætó á Bústaðarveginum og að gönguleiðin yfir Bústaðarveginn sem liggur upp Öskjuhlíðina að Perlunni verði tilbúin þá. Frágangur á hjólastígnum undir Litluhlíð ásamt hluta af yfirborðsfrágangi beggja vegna Litluhlíðar mun frestast fram í byrjun árs 2022.
Nánar um verkefnið
Þetta er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Veitna og Vegagerðar. Verktaki er Háfell ehf. og hönnun er unnin af VSÓ Ráðgjöf. Hér er um að ræða framhald á lagningu göngu-og hjólastígs sem kominn er meðfram Bústaðavegi og mun svo halda áfram eftir Skógarhlíð.
- Gerð verða undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Litluhlíð ásamt tengingu stíga við Eskitorg og Bústaðaveg.
- Gerður verður göngu- og hjólastígur sem tengir stíga sem komnir eru við Bústaðaveg við Skógarhlíð.
- Til að undirgöngin verði sem styst verður önnur akbraut Litluhlíðar, þ.e. sú eystri, þrengd í eina akrein og miðeyja mjókkuð.
- Umferðaröryggi gönguleiðar yfir Bústaðaveg verður bætt með því að stýra umferð sem tekur hægribeygju frá Bústaðavegi inn í Litluhlíð með umferðarljósum.
- Sett verður lýsing við götu, stíga og í undirgöngum.
- Breyting verður á umferðarljósum ásamt skiltum og merkingum.
- Veitur endurnýja stofnæðar hitaveitu, vatnsveitu, frárveitu og rafveitu á svæðinu.
- Frágangur umhverfisins með gróðursvæðum og landmótun.