Jólaskógurinn var opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag.
Leikskólabörnum heimsóttu skóginn og hittu Grýlu og Leppalúða sem skruppu í bæinn og sögðu börnunum sögur af jólasveinunum. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi bauð börnin velkomin og sagði þeim frá skóginum. Sungin voru jólalög, gengið í kringum jólatréð og boðið upp á heitt kakó og smákökur
Þetta er í tíunda sinn sem Tjarnarsalnum er breytt í jólaskóg og að þessu sinni er hönnun og framkvæmd verkefnisins í höndum Kristínar Maríu Steinþórsdóttur, upplifunarhönnuðar. Hún sækir innblástur að hönnunni til norrænna og slavneskra jólahefða.
Hægt verður að skoða jólaskóginn á opnunartíma Ráðhúss, opið er virka daga 08:00 – 18:00 og um helgar 10:00 – 18:00.
Munið að það er grímuskylda í Ráðhúsinu.