Nú er orðið jólalegt í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardalnum en garðskálinn er ljósum prýddur.
Leikskólabörnin eru byrjuð að streyma að en þarna er aðstaða fyrir þau að koma með nestið sitt og eiga eftirminnilega stund í þessu ævintýralega umhverfi. Jólajatan hefur verið sett upp að venju og jólatré sem börnin geta dansað í kringum hefur verið tendrað.
Þó leikskólabörnin njóti sín sérstaklega vel í þessu umhverfi er óhætt að mæla með töfrum Grasagarðsins fyrir rólega aðventustund fyrir stóra sem smáa.
Grasagarðurinn er opinn frá 10-15 alla daga. Allir eru hjartanlega velkomnir.