Innritun í skólahljómsveitir borgarinnar

Skóli og frístund

""

Innritun í skólahljómsveitirnar fjórar í Reykjavík hefst á miðvikudeginum 24. mars næstkomandi. Short version in English and Polish below.

Frá og með miðvikudeginum 24. mars kl. 09.00 verður hægt að sækja um nám í skólahljómsveit. Allar umsóknir fara í gegnum Rafræna Reykjavík.

Formlegur umsóknarfrestur rennur út 10. maí vegna skólaársins 2020-2021, en þó er hægt að skila inn umsóknum allt árið vegna yfirstandandi skólaárs hverju sinni ef forráðamenn vilja að barn sé sett á biðlista.

Inntaka í hljómsveitirnar byggir á m.a. á tímasetningu umsóknar og hvort laust er á hljóðfærið sem sótt er um í skóla hvers barns.

Nám og Námsgjöld  - haustönn 2021

Í skólahljómsveitum er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Einnig eru dæmi um að kennt sé á bassa. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Námsgjöld á haustönn 2021 eru kr.15.150 og hljóðfæragjald fyrir þá önn er kr. 4.610.

Metnaðarfullt hljóðfæranám hjá úrvalskennurum

Í skólahljómsveitum er boðið upp á metnaðarfullt hljóðfæranám með vel menntuðum og reynslumiklum kennurum. Námið tekur mið af aðalnámskrá tónlistarskóla.

Aðaláhersla á samspil og þátttöku

Það er mikilvægt að nemendur sem hefja nám í skólahljómsveit mæti vel á æfingar því að aðaláherslan er á samspil og að allir nemendur verða að taka virkan þátt í æfingum sveitanna og tónleikahaldi. Í einkatímum fá nemendur kennslu og þjálfun í að spila á sitt hljóðfæri.

Þegar valdir eru nemendur í skólahljómsveitir borgarinnar er stuðst við eftirfarandi;

  • Nemendur sem eru í hljómsveitinni og ætla að halda áfram ganga fyrir.
  • Umsóknir sem berast fyrir 10. maí njóta forgangs.
  • Umsóknir sem berast eftir 10. maí verða teknar til umfjöllunar áður en starfið hefst.
  • Lágmarksaldur nemenda við inntöku í skólahljómsveitir er 8 ára eða að vera nemandi í 3. bekk.
  • Hafi nemandi verið á biðlista áður eru meiri líkur á að hann fái pláss í hljómsveit á nýju skólaári.
  • Skólahljómsveitirnar eru fjórar: Skólahljómsveit Austurbæjar, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, Skólahljómsveit Grafarvogs og Skólahljómsveit Miðbæjar og Vesturbæjar. Hver hljómsveit þjónar ákveðnu afmörkuðu hverfi. Umsóknir sem koma úr hverfi hljómsveitarinnar ganga fyrir.
  • Umsóknir nemenda sem eru í 4. bekk ganga að jafnaði fyrir.
  • Nemendur sem koma úr tónlistarnámi annars staðar, t.d. öðrum skólahljómsveitum eða öðrum tónlistarskólum, geta gengið fyrir inn í námið en sú afgreiðsla er háð ákvörðun stjórnanda hverju sinni.
  • Það getur skipt máli hvaða hljóðfæri er sótt um. Kennari skiptir máli og á hvaða hljóðfæri hann kennir.
  • það skiptir líka máli hvaða hljóðfæri eru til eða á lausu í hverri hljómsveit.

Meira um skólahljómsveitirnar

Kynningarblað um skólahljómsveitirnar.

Video - Upptaka sem gefur góða mynd af skólahljómsveitartónleikum 

In English

Electronic applications for enrollment in the four School Orchestras in Reykjavik will be opened at 09:00 Wednesday, March 24th. 2021. Please access the application through Electronic Reykjavík -  rafraen.reykjavik.is

Applications for next year will be formally open until the 10th of May 2021, but it will be possible to apply during the school year if parents want the child's name to be on the waiting lists.

The enrollment for each child is based on the time of the application, as well as the possibility of offering the specific instrument training the child's school.

In Polish

Orkiestra szkolna w Reykjaviku – Wniosk na rok szkolny: 2021/2022

Wnioski o zapisy do orkiestry szkolnej, przyjmowane są w czterech szkołach w Reykjavík, od 24 marca 2021, od godz.: 9.00.

Zapisy odbyawją się poprzez stronę internenową Urzędu Miasta Reykjavík -rafraen.reykjavik.is.

Formalny termin składania wniosków upływa 10 maja 2021, na rok szkony 2021/2022, wnioski mogą być składane przez cały rok ,w dowolnym momencie, jeśli rodzice/opiekunowie chcą, aby dziecko zostało umieszczone na liście oczekujących.

Organizacja zespołu do orkiestry jest oparta, między innymi na: grafiku aplikacji oraz tym, czy instrument używany przez ucznia jest dostępny w szkole.

Można umieścić dodatkowy komentarz  w aplikacji, na przykład : o poprzedniej szkole muzycznej, byciu na liście oczekujących i itp.

Osoby, które starały się o przyjęcie do orkiestry szkolnej, proszone są o powtóre wypełnienie wniosku/ aplikacji na prawidłowy rok szkolny tj. 2021/2022.