Dai Phat Trading inc ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Whole Jeera – Cumin seeds.
Ástæða innköllunar: Varnarefnið ethylene oxíð greindist í vörunni en það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.
Hver er hættan? Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð getur til langs tíma verið heilsuspillandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: TRS
Vöruheiti: Whole Jeera – Cumin seeds
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.10.2022
Nettómagn: 100 g
Framleiðandi: TRS Wholesale co.ltd, 5 Southbridgeway, The Green, Southall, Middlesex, UB2 4BY, Bretland
Upprunaland: Indland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Dai Phat Trading inc. ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Dreifing:
Oriental Super Market (Dai Phat Trading inc ehf.), Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Dai Phat Trading inc ehf. í númerið 578-3889.