Innkalla Tuborg Julebryg

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Tuborg Julebryg jólabjór í 330 ml glerflöskum.

Ástæða innköllunar er að glerbrot fannst í flösku. Hætta á glerbroti gera matvæli ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Tuborg
  • Vöruheiti: Julebryg
  • Strikamerki: 5690541009676
  • Pökkunardagur: 18.11.21 og 19.11.21
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 18.08.22 og 19.08.22
  • Lotunúmer: 02L21322 og 02L21323
  • Umbúðir: Glerflöskur
  • Nettómagn: 330 ml (33 cl)
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.

Um dreifingu sjá verslanir ÁTVR og ýmsir veitinga- og gististaðir.

Neytendum sem hafa keypt matvælin er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til þeirrar verslunar þar sem þau voru keypt gegn endurgreiðslu eða skiptum á samskonar vöru.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður Vöruþróunar og gæðadeildar, í síma 412 8000.