Innkalla hnetusmjör frá HealthyCo

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Rolf Johansen & Co. ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum tvær gerðir af hnetusmjöri frá HealthyCo.

Ástæða innköllunar er að Aflatoxín greindist yfir mörkum en Aflatoxín er myglueitur og ef það er yfir mörkum eru matvæli ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: ECO HealthyCo
  • Vöruheiti: Peanut Butter Crunchy           
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 31.5.2022
  • Lotunúmer: L1183
  • Strikamerki: 7350021421869
  • Nettómagn: 350 g
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: First Class Brands of Sweden AB
  • Framleiðsluland: Holland
  • Vörumerki: ECO HealthyCo
  • Vöruheiti: Peanut Butter Creamy            
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 28.2.2022
  • Lotunúmer: L1020
  • Strikamerki: 7350021421852
  • Nettómagn: 350 g
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: First Class Brands of Sweden AB
  • Framleiðsluland: Holland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Rolf Johansen & Co., Skútuvogi 10a, 104 Reykjavík.

Um dreifingu vörunnar sjá Extra24, Hagkaup og Heimkaup.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreind matvæli eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig er hægt að skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Brynjar F. Valsteinsson, sölu- & markaðsstjóri dagvara, rjc@rjc.is.