Innkalla Grill Mangal Baharati og Arjantin Mix

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Istanbul Market hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Grill/Mangal Baharati og Arjantin Mix.

Innköllun er vegna þess að merkingar eru ekki á leyfilegu tungumáli og að Grill/Mangal Baharati inniheldur ofnæmisvaldinn sinnep og Arjantin Mix inniheldur ofnæmisvaldinn sesam.

Hættan er að neytendur með ofnæmi fyrir sinnepi og sesam geta orðið fyrir heilsutjóni.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Gulcan
  • Vöruheiti: Grill/Mangal Baharati (Grill/BBQ Wurzsalz, Grill/BBQ Kruiden)           
  • Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Strikamerki: 8717552025680
  • Nettómagn: 150 g
  • Upprunaland: Þýskaland
  • Vörumerki: Gulcan
  • Vöruheiti: Arjantin Mix
  • Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Strikamerki: 8717552025888
  • Nettómagn: 150 g
  • Upprunaland: Þýskaland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Um dreifingu sér Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga eða skila gegn endurgreiðslu í verslun Istanbul Market að Grensásvegi 10. Vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi og sesam.

Nánari upplýsingar veitir Istanbul Market í síma 616 7201 eða í gegnum netfangið istanbulmarket.is@gmail.com.