Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað Egils malt og appelsín í hálfs lítra dósum.
Ástæða innköllunar er hugsanlega gæti verið glerbrot í drykkjardós. Glerbrot í matvælum geta valdið skemmdum á tönnum og sárum í munnholi og meltingarvegi.
Upplýsingar um vöru sem innköllun einskorðast við;
- Vörumerki: Egils
- Vöruheiti: Malt og Appelsín
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 02.08.21
- Pökkunardagur: 02.11.20
- Lotunúmer: 02L20307015730
- Strikamerki: 5690541004800
- Nettómagn: 0,5 l
- Geymsluskilyrði: Á ekki við
- Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru;
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Dreifing;
Verslanir um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda;
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skiptum á samskonar vöru.
Nánari upplýsingar um innköllun;
Nánari upplýsingar veitir Guðni Þór Sigurjónsson forstöðumaður vöruþróunar & gæðadeildar í síma 621 5110.