Athugið að þessi frétt er frá 2021. Frestur er liðinn til að skrá niður tillögur að staðsetningum fyrir hleðslustöðvar.
Opnuð hefur verið síða þar sem borgarbúar geta komið með tillögur að staðsetningum hleðslustöðva fyrir rafbíla
Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur munu á næstu þremur árum setja upp hleðslustöðvar á borgarlandi á 60 stöðum í Reykjavík. Leitað er til íbúa í Reykjavík með tillögur að staðsetningum. Skráningarform fyrir tillögur hefur verið útbúið.
Spurningar sem settar eru fram eru til að glöggva sig á þörf fyrir hleðslustöðvar en íbúar geta skráð óskir sínar án þess að svara spurningunum. Við val á staðsetningum verður meðal annars horft til aðgengis að dreifikerfi rafmagns og mögulegrar nýtingar stöðvanna.
Hægt er að skrá rökstuðning og fleiri upplýsingar.