Hlíðaskóli og Langholtsskóli áfram í Skrekknum

Skóli og frístund

""

Öðru undanúrslitakvöldinu í Skrekk lauk með því að Hlíðaskóli og Langholtsskóli voru valdir í lokakeppnina þann 15. mars. 

Annað undanúrslitakvöldið fór fram í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu og stigu þá nemendur í sex grunnskólum á svið; Fellaskóli, Víkurskóli, Ölduselsskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli og Langholtsskóli.

Hlíðaskóli komst áfram með atriðið Beirútin mín og Langholtsskóli með atriðið Boðorðin 10 .

Átján grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 15. mars. Undanúrslitakvöldin verða sýnd í vefútsendingu á UngRÚV en úrslitakvöldið verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Um 400 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu. 

Á morgun kemur í ljós hvaða tveir skólar komast síðastir í úrslit og hvaða tveir verða valdir sérstaklega. Úrsliti í Skrekk 202o ráðast í Borgarleikhúsinu 15. mars og verða í beinni útsendingu á RÚV. 

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari, Rakel Björk Björnsdóttir leikkona,  Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Ungmennaráði Samfés og Sif Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar.