Fyrirmyndir og hástökkvarar

Skóli og frístund

""

Tólf starfsstaðir skóla- og frístundasviðs fengu viðurkenningu sem fyrirmyndarstarfsstaðir á Menntastefnumótinu 10. maí, þrír í hverjum flokki leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva

Þessir vinnustaðir skoruðu hæst í viðhorfskönnun starfsmanna þar sem horft var til fjögurra þátta; árangursríkra stjórnunarhátta, starfsánægju, hæfni og áhugasemi starfsmanna, og jákvæðs starfsumhverfis. Fyrirmyndarstarfsstaðirnir 2021 eru:

Í flokki leikskóla:

  • Stakkaborg
  • Brákarborg
  • Lyngheimar
  • Hálsaskógur 

Í flokki grunnskóla:

  • Álftamýrarskóli
  • Réttarholtsskóli
  • Engjaskóli

Í flokki frístundaheimila:

  • Álftabær, frístundamiðstöðinni Kringlumýri
  • Skýjaborgir, frístundamiðstöðinni Tjörninni
  • Undraland, frístundamiðstöðinni Tjörninni

Í flokki félagsmiðstöðva:

  • Hundraðogellefu, frístundamiðstöðinni Miðbergi
  • Holtið, frístundamiðstöðinni Árseli
  • 105, frístundamiðstöðinni Tjörninni

Hástökkvarar

Þá var ákveðið að veita verðlaun í hverjum flokki fyrir mestu hækkun í könnunum á milli ára, 2020 og 2021. Hástökkvarar eru:

  • Selásskóli
  • Leikskólinn Ösp
  • Félagsmiðstöðin Hundraðogellefu, frístundamiðstöðinni Miðbergi
  • Frístundaheimilið Draumaland, frístundamiðstöðinni Tjörninni

Til hamingju öll!.