Fjölskylduhelgar í Sjóminjasafni og á Landnámssýningu

Skóli og frístund Menning og listir

""

Sjóminjasafnið og Landnámssýningin verða með viðburðaröð fyrir fjölskylduna á komandi vetri. Ætlunin er að bjóða fjölskyldum í allskonar skapandi, notalegar og oft ævintýralegar smiðjur um leið og söfnin eru sótt heim. Fjölskyldujóga, sem ríður á vaðið næsta laugardag í Sjóminjasasafninu, er hluti af viðburðaröð vetrarins.

Fjölskyldujóga með sól í hjarta

Fjölskyldujóga með sól í hjarta er yfirskrift nærandi samverustundar fyrir alla fjölskylduna í Sjóminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 4. september kl.14. Þóra Rós jógakennari leiðir einfalt og skemmtilegt jógaflæði í rúmgóðum sal á fyrstu hæð safnsins þar sem er gott útsýni yfir höfnina.

„Við förum í jógaferðalag, skoðum öndunina, jógastöður og styrkjum í leiðinni huga, líkama og sál. Gæðastund sem gefur ást og kærleik,“ segir  Þóra Rós jógakennari.

Aðgöngumiði í safnið gildir á fjölskylduviðburði. Það er frítt fyrir börn og dýnur verða á staðnum.

Vegna sóttvarnaviðmiða er aðeins pláss fyrir 25 þátttakendur og skráning í jóga fer fram á sjominjasafnid@reykjavik.is

Þóra Rós jógakennari mun leiða mánaðarlegar jógastundir fyrir fjölskyldur á Sjóminjasafninu í haust. Hægt er að lesa meira um Þóru Rós á vefsíðunni hennar www.101yoga.is

Viðburðir fyrir fjölskylduna á Landnámssýningu og Sjóminjasafni verða kynntir jafnóðum.