Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2021

Skipulagsmál Menning og listir

""

Óskað er eftir ábendingum um hús og lóðir sem verðskulda fegrunarviðurkenningu í ár.

Á afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst, eða sem næst þeim degi, ár hvert eru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum og fyrir lóðir þjónustu-, stofnana og fjölbýlishúsa sem þykja til fyrirmyndar. Auk þess eru veittar viðurkenningar fyrir vel útfærð svæði fyrir utan verslanir við „sumargötur“, þ.e. götur sem eru göngugötur á sumrin.

Óskað er eftir ábendingum um hús og lóðir sem verðskulda fegrunarviðurkenningu í ár. Valið verður í höndum vinnuhóps sem skipaður er fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni.

Hugmyndir skulu sendar inn með tölvupósti merktum Fegrunarviðurkenningar 2021 á skipulag@reykjavik.is í síðasta lagi þann 25. júlí 2021.

Tenglar

Síða með upplýsingum um viðurkenningar fyrri ára.

Auglýsing 2021