Ekkert vesen í VikuSex – bara gaman

Skóli og frístund

""

VikaSex stendur sem hæst þessa dagana og eru unglingar um alla borg að fræðast um kynlíf og halda vikuna hátíðlega með ýmsu móti.

Félagsmiðstöðvarnar eru að venju með skemmtilega dagskrá í VikuSex þar sem margt skemmtilegt hefur verið í boði til að kveikja umræður um kynlíf og kynheilbrigði.Þar hefur meðal annars verið leitað svara við spurningum eins og Af hverju er klám ekki góð kynfræðsla? og Hvað þýðir að kynlífi fylgi ábyrgð?  Unglingarnir hafa  skoðað myndbönd, spilað kynfræðsluspil, málað, leirað, perlað og saumað út kynfæri, bakað kynfærakökur og haldið trúnókvöld svo fátt eitt sé nefnt.

VikaSex er haldin í sjöttu viku hvers árs og er helguð kynfræðslu og umræðum um kynheilbrigði í skólum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.  Á menntastefnuvefnum má finna margvíslegt fræðsluefni sem nýta ná í umræðum í VikuSex.

Meira um vikuSex .