Annað árið í röð hefur Bókamessu í Bókmenntaborg verið aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Að henni standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Halda átti bókamessuna í Hörpu helgina 20. – 21. nóvember en vegna sóttvarnaraðgerða er það ekki mögulegt og hefur Bókmenntaborgin því fært bókmenntadagskrá messunnar á netið líkt og gert var í fyrra.
Hún verður send út frá Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar frá 20. nóvember til 8. desember, tveir þættir laugardaga og sunnudaga kl. 13 og 15 og einn þáttur á miðvikudögum kl. 13. Allir lifa þessir viðburðir áfram og því hægt að horfa á þá hvenær sem er eftir útsendingartíma hvers þeirra.
Kynningar, upplestrar og samtöl
Það eru auðvitað vonbrigði að aflýsa þurfi þessum lifandi og skemmilega bókmenntaviðburði aftur í ár en gleðilegt að netdagskráin er aðgengileg fólki um allt land og geta lesendur notið hennar hvar sem þeir eru staddir þegar hverjum og einum hentar. Auk upplestra og kynninga verður boðið upp á samtöl höfunda, tónlist í ljóðastund og sjálfsævisögulegt rapp.
Bækur hætta sem betur fer ekki að koma út og nóg er af nýju og spennandi lesefni í ár fyrir fólk á öllum aldri. Hægt er að kynna sér útgáfu ársins í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda sem nú eru komin út og hafa vonandi skilað sér í flest hús sem ekki afþakka fjölpóst. Þau eru einnig aðgengileg á netinu á vefslóðinni https://fibut.is/.
Netdagskráin
Netdagskrá Bókmenntaborgarinnar hefst laugardaginn 20. nóvember og síðasti viðburðurinn fer svo í loftið miðvikudaginn 8. desember. Sjá má heildardagskrána á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntir.is, og einnig hér fyrir neðan:
Laugardagur 20. nóvember kl. 13
Nýjar raddir í Bókmenntaborg
Eftirtaldir höfundar sem eru ýmist að taka sín fyrstu skrif sem útgefnir höfundar, takast á við nýtt form eða birta skáldskap á nýjum útgáfuvettvangi segja frá bókum sínum og lesa úr þeim.
- Natasha Stolyarova: Pólífónía af erlendum uppruna. Natasha er ritstjóri bókarinnar, sem hefur að geyma skáldskap eftir 15 höfunda af erlendum uppruna á Íslandi.
- Ingólfur Eiríksson: Stóra bókin um sjálfsvorkunn
- Anna Hafþórsdóttir: Að telja upp í milljón
- Jakub Stachowiak: Næturborgir
- Harpa Rún Kristjánsdóttir: Kynslóð
- Tómas Ævar Ólafsson: Umframframleiðsla
- Gróa Finnsdóttir: Hylurinn
Laugardagur 20. nóvember kl. 15
Samtal um útskúfun, skömm og sakleysi
Fríða Ísberg og Eiríkur Örn Norðdahl ræða nýútkomnar skáldsögur sínar, Merkingu og Einlægur Önd, sem hvor á sinn hátt fjallar um samspil útskúfunar, skammar, sektar og sakleysis.
Sunnudagur 21. nóvember kl. 13
Barnabókastund
Eftirtaldir höfundar segja frá nýjum barnabókum sínum og lesa stuttlega úr þeim. Hér er tilvalið fyrir fjölskylduna að setjast niður saman til að kynnast þessum nýju bókum fyrir stálpuð börn, sem sumar hverjar eru hluti af seríu.
- Gerður Kristný: Meira pönk – meiri hamingja
- Hjalti Halldórsson: Eldurinn
- Hildur Knútsdóttir: Nú er nóg komið! Meðhöfundur er Þórdís Gísladóttir.
- Sigurrós Jóna Oddsdóttir: Hringavitleysa
- Gunnar Theodór Eggertsson: Nornaseiður
- Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem kveikti í
Sunnudagur 21. nóvember kl. 15
Samtal um myndir og hugarflug
Sverrir Norland og Bergrún Íris Sævarsdóttir ræða saman um myndir og hugarflug og mikilvægi mynda í bókum fyrir börn. Bergrún fjallar um þetta efni í pistli sínum í bókinni Erindi – Póetík í Reykjavík sem kom út nú í haust og Sverrir er þýðandi og útgefandi myndríkra bóka.
Miðvikudagur 24. nóvember kl. 13
Nýjar þýðingar
Þýðendur nokkurra bóka sem sæta tíðindum í útgáfu ársins kynna bækurnar og lesa stuttlega úr þeim.
- Hólmfríður Garðarsdóttir: Langt að komnar: Sögur kvenna frá MiðAmeríku. Auk Hólmfríðar þýða Halldóra S. Gunnlaugsdóttir og Sigríður Elísa Eggertsdóttir sögur í bókinni.
- Tinna B. Ómarsdóttir: Sjálfsævisaga Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein.
- Jón St. Kristjánsson: Glæstar vonir eftir Charles Dickens.
- Guðrún Vilmundardóttir: Samþykki eftir Vanessu Springora. Meðþýðandi er Arndís Lóa Magnúsdóttir.
- Gunnar Þorri Pétursson: Tjsernobylbænin eftir Svetlönu Aleksíevítsj.
- Steinar Matthíasson: Ég lifi lífi sem líkist ykkar – Lífslýsing eftir Jan Grue.
- Árni Óskarsson: Örvænting eftir Vladimir Nabokov.
Laugardagur 27. nóvember kl. 13
Ungmennabækur
Eftirtaldir höfundar sem senda frá sér bækur fyrir ungt fólk og alla sem eru ungir í anda segja frá verkunum og lesa úr þeim.
- Fanney Hrund Hilmarsdóttir: Fríríkið
- Hrönn Reynisdóttir: Ég á þig
- Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Ljósberi
- Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika
- Margrét Tryggvadóttir: Sterk
- Ármann Jakobsson: Álfheimar
- Kristín Helga Gunnarsdóttir: Ótemjur
Laugardagur 27. nóvember kl. 15
Systraspjall
Rithöfundarnir og systurnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur ræða saman um nýútkomnar bækur sínar, skáldsögurnar Tilfinningar eru fyrir aumingja og Guð leitar að Salóme.
Sunnudagur 28. nóvember kl. 13
Saga og náttúra
Höfundar nokkurra nýrra bóka sem fjalla um sögu, menningu og náttúru, eða allt þetta í senn, kynna þessar ólíku og áhugaverðu bækur.
- Aðalheiður Guðmundsdóttir: Arfur aldanna
- Sigurður Héðinn: Veiði, vonir og væntingar
- Sigrún Helgadóttir: Mynd af manni – Sigurður Þórarinsson
- Þórunn Jarla Valdimarsdóttir: Bærinn brennur
- Guðrún Ingólfsdóttir: Skáldkona gengur laus
Sunnudagur 28. nóvember kl. 15
Samtal um sögu og menningarástand
Haukur Ingvarsson og Rósa Magnúsdóttur spjalla um nýjar bækur sínar sem báðar fjalla um menningarlíf á Íslandi á 20. öld. Bók Rósu, Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir, byggir m.a. á dagbókum og einkaskjölum hjónanna Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur og í bók Hauks, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu, fjallar hann um bandarísku bylgjuna í íslensku menningarlífi um miðbik aldarinnar, m.a. út frá heimsókn rithöfundarins Williams Faulkners til Íslands. Kjartan Már Ómarsson stýrir spjallinu.
Miðvikudagur 1. desember kl. 13
Ljóð og tónlist á fullveldisdegi
Á fullveldisdaginn býður Bókmenntaborgin upp á ljóðaflutning úr nokkrum bókum sem koma út nú fyrir jólin og tónlistarflutning Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur.
- Jón Hjartarson: Troðningar
- Soffía Bjarnadóttir: Verði ljós, elskan
- Brynja Hjálmsdóttir: Kona lítur við
- Sigurður Örn Guðbjörnsson:
- Þórdís Helgadóttir: Tanntaka
- Brynjar Jóhannesson: Álfheimar
- Eyrún Ósk Jónsdóttir: Í svartnættinu miðju skín ljós
- Hjörleifur Sveinbjörnsson: Meðal hvítra skýja. Vísur frá Tangtímanum í Kína 618-907
- Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir: Einar Bragi ljóðasafn – upplestur og tónlistaflutningur
Laugardagur 4. desember kl. 13
Spenna og hrollur
Eins og síðustu ár koma fjölmargar spennubækur út þetta árið og einnig má finna nokkrar hrollvekjur í útgáfu ársins. Höfundar nokkurra þeirra kynna sínar bækur sem allar ættu að halda lesendum á tánum.
- Þórarinn Leifsson: Úti að drepa túrista
- Hildur Knútsdóttir: Myrkrið milli stjarnanna
- Ragnheiður Gestsdóttir: Farangur
- Emil Hjörvar Petersen: Hælið
- Sólveig Pálsdóttir: Skaði
- Magnús Guðmundsson: Hægt og hljótt til helvítis
Laugardagur 4. desember kl. 15
Sögur af lífi og reynslu
Höfundar þriggja bóka sem fjalla um lífsreynslu, hvort sem er höfundanna eða annarra, kynna verkin. Hér er fjallað um lífsstríð kvenna vestur á fjörðum og átök við brimöldur hjartans, tengsl kynslóða, leiðinni frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsára en einnig brotna æsku, örvæntingu fíknar og ofbeldis og svo vegferð vonar og endurreisnar. Auk höfunda kemur fram rapparinn Haukur H.
- Hlín Agnarsdóttir: Meydómur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir: Ilmreyr
- Baldur Einarsson og Haukur H.: Úr heljargreipum
Sunnudagur 5. desember kl. 13
Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur
Á öðrum sunnudegi í aðventu er gott að hreiðra um sig með fjölskyldunni og láta lesa fyrir sig. Höfundar og þýðendur eftirtalinna barnabóka lesa og segja frá.
- Hallgrímur Helgason: Koma jól?
- Sigrún Eldjárn: Rauð viðvörun! Jólin eru að koma
- Súsanna Gottsveinsdóttir: Jóna ísbjörn og jólasveinarnir
- Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleikir
- Guðrún Hannesdóttir: Asmódeus litli eftir Ulf Stark
- Sverrir Norland: Stysti dagurinn eftir Carson Ellis og Susan Cooper
Sunnudagur 5. desember kl. 15
Smásagnastund
Eftirtaldir höfundar nokkurra smásagnasafna í útgáfu ársins kynna bækurnar og lesa stuttlega upp úr þeim.
- Eva Rún Snorradóttir: Óskilamunir
- Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson: Svefngarðurinn
- Þórarinn Eldjárn: Umfjöllun
- Kristín Ómarsdóttir: Borg bróður míns
- Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Vendipunktar
Miðvikudagur 8. desember kl. 13
Erindi – Póetík í Reykjavík
Reykjavík fagnar tíu ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO í ár og af því tilefni er komið út pistlasafnið Erindi – Póetík í Reykjavík. Fjórtán höfundar fjalla þar um skrif og skáldskap frá ólíkum hliðum og eru margir pistlanna á persónulegum nótum. Hér segir ritstjórinn, Kjartan Már Ómarsson, frá bókinni og fjórir höfundanna reifa sína pistla, þau Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Margrét Bjarnadóttir og Mazen Maarouf.