Blómstrandi borg fyrir alla

Atvinnumál Mannlíf

Listræn mynd tekin fyrir framan Iðnó

Komin er út ársfjórðungsskýrsla yfir innleiðingu Græna plansins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021 og er henni ætlað að veita greinargóða yfirsýn yfir stöðu innleiðingarinnar og framkvæmd einstakra aðgerða og áætlana.

Lykilvíddir Græna plansins eru þrjár; efnahagsleg, samfélagsleg og umhverfisleg en sjálfbærni næst ekki nema tillit sé tekið til allra þriggja þátta.

Mikil vinna hefur verið lögð í að bregðast við þeim efnahagslegu áföllum sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér og í að taka markviss skref til að framtíðarsýn Græna plansins geti orðið að veruleika þrátt fyrir heimsfaraldur. Græna planið er byggt á hugmyndafræði sjálfbærni, sem leggur fram skýra framtíðarsýn um blómstrandi og kolefnishlutlaust borgarsamfélag þar sem allir geta fundið sér tilgang og hlutverk.

Ársfjórðungsskýrslan, sem nú kemur út, endurspeglar öfluga fjárfestingu í grænum samgöngum, grænum innviðum, grænum hverfum, grænni nýsköpun og grænum störfum sem ætlað er að auka lífsgæði fólks í borginni og gera Reykjavík að enn betri stað til að búa og starfa á.

Ársfjórðungsskýrslan með ítarlegu yfirliti yfir stöðu aðgerða Græna plansins árið 2021 og einkum á þriðja ársfjórðungi.