Blómstrandi barnamenning í Fellahverfi

Skóli og frístund

""

Nýtt listagallerí var opnað í Fellaskóla í morgun með samsýningu nemenda í 5. - 10. bekk. 

Listagalleríið er á annarri hæð skólans, þar sem unglingadeildin er, og opnar það rými nýjar leiðir til að sýna sköpunargleði nemenda að sögn Helga Gíslasonar skólastjóra. Á sýningunni sem opnuð var í morgun eru verk nemenda í 5.-10 bekk og kennir þar ýmissa grasa; máverk, leirmunir, skúlptúrar úr pappamassa og verk úr þæfðri ull og öðrum endurnýjanlegum efniviði. Inga Björg Stefánsdóttir tónlistarkennari hafði veg og vanda að því að koma þessu skemmtilega sýningarrými í gagnið. 

VIð opnuna í morgun buðu nemendur í heimilisfræðinni upp á litríkar veitingar til að bæta í gleðina og voru þær bæði sætar og hollar. 

Til hamingju með listagalleríið öll í Fellaskóla! 

Sjá myndband frá opnuninni í morgun.