Anna Ben Blöndal stýrir nýjum leikskóla í Bríetartúni

Skóli og frístund

""

Gengið hefur verið frá ráðningu leikskólastjóra við nýjan yngri barna leikskóla við Bríetartún sem taka mun til starfa á haustmánuðum. 

Anna Ben Blöndal mun taka við stjórnartaumum en hún útskrifaðist sem leikskólakennari 1995 og hefur áratuga reynslu sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastóri og verkefnisstjóri margvíslegra þróunarverkefna í leikskólum. 

Undirbúningur að opnun hins nýja leikskóla, sem ætlaður verður börnum frá 12 mánaða til þriggja ára aldurs stendur nú yfir og verður opnað fyrir umsóknir í skólann í sumar.