Aðskotahlutur í Billy Pan Pizzu með peperoni

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Innnes ehf., hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Billys Pan Pizza Peperoni. Ástæða innköllunar er vegna aðskotahlutar (málmstykki) sem fannst í einni pizzu.

Aðskotahlutir úr málmi gera matvæli óörugg og óhæf til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Billys
  • Vöruheiti: Pan Pizza Peperoni   
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 09.06.2021
  • Strikamerki: 7310960718116 
  • Nettómagn: 170 g
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Framleiðandi: Gunnar Dafgård AB
  • Framleiðsluland: Svíþjóð

Það er Innnes ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík, sem innkallar vöruna.

Dreifing; Bónus og Hagkaup um land allt, Krónan um land allt, Krambúðin, Kjörbúðin og Nettó um land allt, Extra í Keflavík, Akureyri og Barónstíg, Heimkaup, Hlíðarkaup, Fjarðarkaup, Þín Verslun, Verslunin Rangá, Kríuveitingar, N1 Nesti Hringbraut, Skerjakolla ehf, Albína, Kaupfélag Skagfirðinga, Góður Kostur, Verslunin Urð og Verslun Kassans á tímabilinu 6.11.2020 – 19.01.2021.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn nýrri vöru.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir gæðastjóri Innness ehf. í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið ts[hja]innnes.is.