Aðgerðir til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku

Skóli og frístund

""

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í dag aðgerðaáætlun sem hefur það markmiði að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. 

Alls verður varið 143 m. kr. viðbótarfjármagni árlega á næstu þremur árum, eða 429 m. kr. í heild á tímabilinu, til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað tungumál en íslensku. Það er um helmings hækkun á því fjármagni sem nú rennur í málaflokkinn.

Rík áhersla verður lögð á að bæta móttöku nýrra nemenda með annað móðurmál en íslensku með því að setja af af stað þróunarverkefni um tvö íslenskuver sem hafi það meginhlutverk að tryggja þessum nemendum markvissa íslenskukennslu á fyrstu mánuðum þeirra í reykvísku skólaumhverfi. Nemendur sem koma nýir inn í grunnskóla í Reykjavík fá markvissa íslenskukennslu í íslenskuverunum í 3-9 mánuði áður en þau fara inn í almennar bekkjardeildir í sínum heimaskóla, en þau munu frá fyrsta degi taka þátt í frístundastarfi í sínum heimaskóla og geta því byrjað að mynda félagatengsl frá byrjun skólagöngunnar. 

Þá verður aukið vægi brúarsmiða hjá Miðju máls og læsis til að styrkja tengsl nemenda og forráðamanna þeirra við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.

Loks verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarfs.

Að meðaltali verður fjármagn til íslenskukennslu á hvern nemanda með annað móðurmál en íslensku um 130 þúsund krónur, auk fjármagns til kennsluráðgjafar og stuðnings við kennara og starfsfólk á vettvangi.

Í greinargerð með tillögu meirihlutans sem samþykkt var í ráðinu er nánar farið í hvaða aðgerðir verða settar af stað á næstu þremur árum en þær byggja á stefnu skóla- og frístundasviðs Heimurinn er hér,