Víðines boðið til leigu

Stjórnsýsla

""

Húsnæði sem hýst hefur vistheimili að Víðinesi á Álfsnesi hefur nú verið boðið til leigu. Heildarstærð húsa og millibygginga eru rúmir 2.000 fermetrar.

Til leigu eru þrjú samtengd hús með um 30 stórum herbergjum, ásamt þjónusturýmum og eldhúsi. Eitt húsið er á tveimur hæðum en hin eru á einni hæð. Gert er ráð fyrir að leigutími verði ótímabundinn með 12 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.  

Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast útleigu og býður til skoðunarferðar um eignina miðvikudaginn 23. september, kl. 15 – 16.

Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í lokuðu umslagi merkt „Víðines leiga“ í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12‐14 fyrir kl. 13.00 föstudaginn 9. október 2020.

Tengt efni

Nánari upplýsingar á leiguvef: Víðines er til leigu