Vegna ólyktar í Grafarvogi

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill koma á framfæri eftirfarandi varðandi ólykt frá starfsemi Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi:

Kvartanir íbúa í Grafarvogi hafa verið staðfestar og fyrirtækinu hefur verið gert ljóst að ástandið sé óviðunandi. Krafa liggur þegar fyrir um tafarlausar úrbætur. Verði fyrirtækið ekki við því verður það beitt þvingunarúrræðum.

Heilbrigðiseftirlitinu er að fullu ljóst ástandið á svæðinu og óþægindi íbúa vegna þess. Öllum tiltækum ráðum verður beitt til að ástandinu linni.