Úthlutanir úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Menning og listir Mannlíf

""

Í ár hlutu 37 verkefni brautargengi en alls bárust 168 umsóknir um styrki úr pottinum. Menningarnótt verður haldin í Reykjavík frá 13. – 23. ágúst.

Umsóknir sem bárust voru í 168 talsins og sóst var eftir tæplega 80 milljónum. Átta milljónir voru til ráðstöfunar og fengu 37 verkefni úthlutað fjármunum úr pottinum.

Meðal verkefna sem hlutu styrk eru Útikarókí Hits&Tits, Dansgarðurinn í Safnahúsinu, Karnival á Klapparstíg, Lúðrasveit Verkalýðsins, Spunamaraþon Improv Ísland, Portrettstúdíó Magnúsar Andersen, Speglatorg, Reykjavík GPS Tónleikar og sýning víðsvegar um borgina, Brauðtertusýning og margt fleira.

Menningarnótt verður með öðru sniði í ár en núna varir hátíðin í 10 daga, frá 13. ágúst til og með 23. ágúst en hún er jafnan haldin í kringum afmæli Reykjavíkurborgar sem er 18. ágúst.

Enn er hægt að skila inn atriðum til þátttöku í þeirri menningarveislu sem Menningarnótt er. Það er gert á heimasíðu Menningarnætur: menningarnott.is og er fresturinn til og með 2. ágúst.

Úthlutanir 2020

 

Dúó Andante flytur ljúfa tóna

Dúó Andante mun flytja aðgengilega klassíska tónlist ásamt eigin útsetningum á gömlum íslenskum dægurlögum. Dúó Andante hefur áhuga á að halda þrenna tónleika á Menningarnótt sem verða aðgengilegir fyrir almenning sér að kostnaðarlausu.

 

Hermann Sæmundsson

Komið úr skúrnum! - Hard Rock Café

Viðburðurinn er helgaður fullorðnum grasrótartónlistarmönnum sem aðallega starfa í bílskúrnum borgarinnar, en gleðjast yfir því að fá vettvang á Menningarnótt til að láta í sér heyrast. 

 

Steinunn Harðardóttir

dj. flugv
él og geimskip spilar fyrir alla

dj. flugvél og geimskip heldur tónleika fyrir fólk og dýr. Tónleikarnir eru litríkir og glaðlegir og koma öllum í gott skap sem vilja láta hressa sig við.

 

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir

Óli og Vinir 2020


Útiónleikar á Skólavörðuholti eftirmiðdaginn 21. ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við grasrótar-kollektívuna Póst-dreifingu.

 

Úlfur Eldjárn

Tónleikar í Mengi

Reykjavík GPS - tónleikar í Mengi á Menningarnótt

 

Látún

Látún brassar upp stemmningu í miðborginni

Balkan ska/fönksveitin Látún kemur fram á popup tónleikum í miðbæ Reykjavíkur og spilar sjóðheita frumsamda tónlist.

 

rus Blöndal Guðjónsson

T
öfrar og blöðrur hjá Dillon

Grín, sirkús, töfrar og BINGÓ með Lalla Töframanni.

 

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Viktoría Blöndal

Ljóð í Gröndalshúsi


Ljóðskáldin Þorvaldur S. Helgason og Viktoría Blöndal ætla að standa fyrir ljóðakvöldi í Gröndalshúsi á Menningarnótt.

 

Erna Gunnarsdóttir og Othoniel Muñiz

Trampólín

Innsetningar, list og tónlist í sex daga yfir hátíðina á sérhönnuðu trampólíni.

 

Dansgarðurinn - Aude Busson

Paquita, Svanavatnið
og Clouds

Sýnd verða brot úr frægum klassískum verkum með nemendum úr sumarskóla Klassíska Listdansskólans í Safnahúsinu.

 

Miðstöðin-unglingahljómsveitarstarf

Götutónleikar unglingahljómsveita

Hljómsveitirnar leika létta dagskrá af þekktum dægurlögum í bland við frumsamið efni. Um er að ræða hljómsveitirnar Karma Brigade, Dóra og Döðlurnar og hljómsveitina Vandamál.

 

Capoeira Mandinga á Íslandi

Hreyfingafestival 6 listahópa

Sex listahópar sem eiga það sameiginlega að ganga út á taktfastri hreyfingu verða með glæsilegar sýningar á Menningarnótt. 

 

Sigríður Soffía Níelsdóttir

Eldblóm - flugeldagarðar

Í vetur hefur Sigga Soffía ræktað eldblóm fyrir flugeldagarða sem gróðusettir verða upp í Öskjuhlíð og Árbæ og svo skotið upp síðsumars í formi flugelda á flugeldasýningu Menningarnætur.

 

Brynja Pétursdóttir

Dans Brynju Péturs: Street dans Carnival

Kraftmikil danssýning með hópi hæfileikaríkra street dansara á öllum aldri. Fjölbreytt sýning með ólíkum dansstílum, mikilli orku og smitandi stemningu.

 

FAR Fest Afríka Reykjavík /Afrika Lole

FAR Fest Afríka Reykjavík

Afrísk-íslenska lista- og menningarhátíð. Listamenn í afrísku poppi, fönktónlist, reggietónlist og svo dunandi trommusláttur til að dansa við. Boðið verður upp á örtrommu- og dansnámskeið sem allir geta tekið þátt.

 

ÞYKJÓ

Í felum

ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn á sviði textíl-, leikfanga- og upplifunarhönnunar sem hefur að markmiði að örva ímyndunarafl, sköpunarkraft og frjálsan leik barna.

 

Hlutmengi og Smekkleysa

T
ónlist og hugleiðsla

Þrír viðburðir þar sem Mengi og Smekkleysa sameinast Systrasamlaginu þar sem verður boðið verður uppá fría tónleika í bland við hugleiðslu og stuðla í leiðinni að jafnvægi og heilun þar tónlist djúpslökun og jóga vinna saman.

 

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs // Hönnunarmiðstöð Íslands

Stefnum
ót við hönnuði

Stefnumót við hönnuði eru viðburðir sem verða haldnir á Menningarnótt þar sem hönnuðir halda myndræn ör-erindi um áhugaverð verkefni.

 

Grandi Mathöll

Fj
ölskyldufjör á Granda

Boðið verður upp á reglulega viðburði yfir hátíðina bæði inni og úti á Granda.

 

Eigið fé – Hlédís Sveinsdóttir

Matarmenningarhátíð 2020


Matarmenningarhátíð á Klambratúni helgina 15.-16 ágúst. Þar koma saman úrval matarframleiðenda sem hafa tekið þátt í Götubitanum og á Matarmarkaði Íslands. Þannig leiðum við saman rjómann af smáframleiðendum í mat á landinu og sköpum einstaka stemningu á Klambratúni.

 

Omnom

G
ötugleði Omnom og vina

Borgarbúum og öðrum gestum er boðið á skemmtilega fjölskylduhátíð þar sem lögð verður áhersla á upplifun fyrir öll skilningarvitin í sól- og skjólríka portinu við Hólmaslóð 2-4. Omnom mun leika á bragðlauka gesta með lystilega öðruvísi karnival ísréttum, ýmsir vinir og grannar leika við hvurn sinn fingur og sirkuslistafólk leika á gesti með trixi og gríni.

 

Götubiti – Robert Aron Magnusson

Matarmenningarhátíð á
Klambratúni

Matarmenningarhátíð á Klambratúni helgina 15.-16 ágúst. Þar koma saman úrval matarframleiðenda sem hafa tekið þátt í Götubitanum og á Matarmarkaði Íslands. Þannig leiðum við saman rjómann af smáframleiðendum í mat á landinu og sköpum einstaka stemningu á Klambratúni.

 

Magnús Andersen

Tilraunakennda portrett stúdíóið


Pop-up ljósmyndastúdíó í yfirgefnu verslunarrými í miðbænum. Þar býðst gestum og gangandi að koma í ókeypis portrettmyndatöku hjá atvinnuljósmyndara.

 

Improv Ísland

Spunamaraþon Improv Í
sland

Spunamaraþonið er röð spunasýninga sem leikarar úr Improv Ísland spinna út frá tillögum frá áhorfendum. Ný sýning hefst á hálftíma fresti og býðst gestum og gangandi að njóta sýninganna þeim að kostnaðarlausu.

 

Þóra Einarsdóttir og Peter Maté

Norr
ænar nætur - Tónleikar

Tónleikar þar sem umfjöllunarefnið er norrænar nætur. Efnisskráin samanstendur af norrænum verkum fyrir söng og píanó, þar með talið íslenskum sönglögum.

Dulmáni, Ós Pressan, Rockall

Speglatorg

Athyglisvert samspil samfélags og lista. Svið, opið almenningi sem samanstendur af tólf stórum speglum. Dagskrá yfir hátíðina af frjálsum og opnum uppákomum, fyrir allar tegundir skapandi lista.

 

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Kr
ómalón - Hugleiðsluhellar / Litrófsmeðferð

Með innsetningunni Krómalón langar mig að bjóða gestum Menningarnætur að dvelja með sjálfum sér umvafin brjálaðri litagleði innsetningar sem gerð er úr einkennisefniviði mínum gervihári. Allt rýmið verður alþakið litríku hári og er sjálfstætt framhald sýningarinnar Chromo Sapiens en þar gafst áhorfendum tækifæri til að ferðast um þrjár hvelfingar.

 

Gallery Port

Opin vinnustofa og t
ónlist

Verkefnið sem lagt er upp með er að skipuleggja viðburð sem mun eiga sér stað á milli Gallery Port, Macland og Bravó á Laugavegi. Sett verður upp opin vinnustofa með silkiþrykk búnaði þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að koma, velja sér myndefni sem listamenn Gallery Port hafa undirbúið og prenta það á bæði blöð, taupoka eða boli.

 

Hits & Tits

Útikar
ókí Hits&Tits

Hits & Tits standa fyrir hinu klassíska útikaraoke á Menningarnótt þar sem stuð og gleði ráða ríkjum í karaokepartýi um hábjartan dag.

 

Úlfur Eldjárn, Magnús Andersen, Kristján Freyr Einarsson

Reykjaví
k GPS í glugga

Þú notar snjallsíma til að hlusta á verkið og heyrir mismunandi kafla tónverksins eftir því hvar þú ert staddur/stödd í bænum. Tónlistin breytist þannig á meðan þú röltir um götur miðbæjarins og hver hlustandi finnur sína leið í gegnum verkið.

 

Tanja Levý, Valdís Steinarsdóttir og Brauðtertufélag Erlu og Erlu

Brauðtertan lifir - ekki borða bara horfa

Nokkrir listamenn skapa listaverk innblásin af brauðtertunni. Verkin verða til sýnis víðsvegar um miðborgina fyrir gesti og gangandi þá daga sem Menningarnótt stendur yfir. Brauðtertan er órjúfanlegur hluti af menningarsögu okkar og henni þarf að gera hátt undir höfði á þeim mikilvæga viðburði sem Menningarnótt er.

 

Hildur Yeoman

Hildur Yeoman á Menningarn
ótt

Sýning á Skólavörðustíg með dönsurum og tónlistarfólki. Markmiðið með verkefninu er bæði listræns eðlis en einnig að nota tengslanetið til þess að setja upp skemmtilega sýningu. Fá fólk til þess að koma og njóta í miðbænum og efla rekstraraðila í kringum okkur.

 

Árni Sveinsson, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Sigríður María Sigurjónsdóttir

Hverfishátíðin Bakgarðurinn


Hverfishátíð og tónleikar í bakgarði við Spítalastíg. Allt helsta tónlistarfólk hverfisins munu stíga á stokk og taka nokkur lög. Dagskrá verður ekki auglýst.

 

Lúðrasveit verkalýðsins

Lúðrasveitir berjast

Lúðrasveitir berjast er að skipa sér sess sem árlegur viðburður á Menningarnótt. Þar keppa lúðrasveitir höfuðborgarsvæðisins um "Monthlemminn" svokallaðan.

 

Tónlistarborgin Reykjavík í samstarfi við plötuverslanir í borginni

Elskum pl
ötubúðir

Hljómplötuverslanir í Reykjavík, með stuðningi Tónlistarborgarinnar, bjóða upp á tónlistardagskrá. Dagskráin verður þannig uppbyggð að fólk geti farið á milli plötuverslana og þannig náð allri dagskránni á einum degi - eins og einhvers konar mini-tónlistarhátíð í hvert sinn.

Margeir Steinar Ingólfsson

Karnival á
Klapparstíg

Karnival á Klapparstíg er vin í miðborginni, hálfgerður ævintýraheimur þar sem gleði, heilun og tónlist sameinast í einu allsherjar dansmaraþoni. Ótal listamenn troða upp í bland við óvæntar uppákomur.