Þjónustuskáli lokaður til morguns

Velferð

""

Þjónustuskáli þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er lokaður í dag. Viðskiptavinum er bent á að hafa samband símleiðis eða leita á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.

Loka þurfti þjónustuskála þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í dag af óviðráðanlegum ástæðum. Skálinn verður að öllum líkindum opnaður aftur á morgun. 

Fyrirframbókuð viðtöl í þjónustumiðstöðinni munu eiga sér stað þar í dag. Ráðgjafar taka á móti viðskiptavinum í anddyri og vísa þeim beint þaðan inn í viðtalsherbergi. Skálinn er hins vegar lokaður en starfsfólk tekur við öllum erindum í síma 411 1600. Einnig er skálinn á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í Efstaleiti opinn og viðskipavinir velkomnir þangað. Síminn þar er 411 1500.