Oh Aik Guan sesamolía innkölluð vegna leysiefna

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Vietnam Market hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Oh Aik Guan sesamolíu vegna þess að leysiefni greindust í of háum styrk í vörunni.

 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Oh Aik Guan

Vöruheiti: Sesame oil

Nettómagn: 150 ml

Best fyrir: 12.3.2022, 15.5.2022, 1.10.2022

Framleiðsluland: Singapore

Innflytjandi: Vietnam Market

Dreifing: Vietnam Market



Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, þar sem hún var keypt.



Nánari upplýsingar má nálgast í versluninni Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6 eða í tölvupósti: info@vy.is